Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Að prófa viðskiptahugmyndina áður en þú ferð á fullt…

Varstu búin að finna út úr því hvernig þú ferð að því að prufa hvort viðskiptahugmyndin þín virkar? Hvort viðskiptavinirnir séu tilbúnir að greiða það verð sem þú setur upp fyrir vöruna og þjónustuna? Hvort innkomann sé að duga fyrir útgjöldum og launum ? Hvort aðferðinn við að markaðssetja og selja vöruna sé sú rétta eða hvort þú þurfir að breyta viðskiptahugmyndinni ? Það er góð hugmynd að ekki eyða of miklu í mikinn undirbúningskostnað, og vinnu, ef hugmyndin er svo ekki góð. Það sem gáfulegra er að gera, er að A. ræða viðskiptahugmyndina við aðra og þá sérstaklega þá með reynslu. B. Búa til prufuútgáfu af hugmyndinni og kanna hvort þér takist að selja hana, annaðhvort beint eða með því að fá fólk til að pannta fyrirfram /skrifa sig á biðlista. Prófa að selja eða setja fram vöruna á mismunandi hátt, til mismunandi tegundir viðskiptavina og kanna hver viðbrögðin eru og hvort þú getir séð hvort þú eigir þess kost að selja vöruna og þjónustuna fyrir meira verð en þú áttir von á, nú eða minna, og þá með lægri kostnaði. Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi og látum aðra vita af þeirri þjónustu sem er i boði.

Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.