Að setja sér markmið og takmörk til að ná innan ákveðins tímaramma er skynsamleg leið til að ýta á eftir því að hlutirnir gerist. Til að setja sér markmið og takmörk, þá er ekki nóg að hugsa það, heldur verður þú að skrifa niður á blað (helst með penna) þannig að tilfiningin verði sönn og um leið skerpir þú á þeim fókus sem þú þarft að hafa til að ná markmiðum þínum. Enn betra væri að setja markmiðinn upp á blað í stóru formati, jafnvel fallega settu upp og hengja það svo upp á töflu, eða ískápinn heima, eða vegginn fyrir framan skrifborðið. Þannig lætur þú markmiðin minna á sig og gera þau skýrari og eftirsóknarverðari að ná. Þannig eru einnig minni líkur á að þú gleymir þeim.