Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Að taka áhættu (4)

Áður birt á Frumkvodull.com – Friday, 01 February 2008

Að taka áhættu hljómar neikvætt í hugum flestra. Orsökina er að finna í þeirri skilgreiningu að áhætta feli í sér neikvæðar afleiðingar að mestu því EF illa fer, þá muni það hafa mjög svo afleitar afleiðingar í för með sér fyrir þann sem tekur áhættu.

Áhætta er orð sem er mjög svo tengt við áhættusama fjárfestingu, fallhlífastökk eða klifur eða að þeir sem keyri of hratt séu að taka áhættu sem ekki sé samfélaginu þóknanlegt.

Það er sjaldnar að umræða um áhættu feli í sér jákvæðar tengingar. Að sá eða sú sem tók ákvörðun um að taka áhættu hafi haft af því gróða, gagn eða velgengni, nema vera skyldi að umræðan sé í öfundartón um hversu heppinn viðkomandi var. Að aðstæður hafi verið heppilegar eða að sá /sú hafi verið rétt manneskja á réttum stað á réttum tíma. Lítið þjóðfélag sem Ísland þekkir ekki mikið til fólks sem hefur tekið mikla áhættu í lífinu. Orsökina er að finna í þjóðfélagsgerðinni og viðhorfi fólks hvors til annars. Staðreyndin er sú að það er til fullt af fólki sem tekið hefur áhættur og það miklar í lífinu, en fáir gera sér almennilega grein fyrir því að svo hafi verið, nema kannski bara þeir sem sitja næst þeim sem tók áhættu. Þeir tóku nefnilega áhættu líka .

En staðreyndin er engu að síður sú að áhætta þarf ekki endilega að vera neikvætt orð og það að taka áhættu þarf ekki endilega að fela í sér neikvæðar afleiðingar eða neikvæða tengingu. Hægt er að orða það á annan veg og segja, að sá sem ekki prófar getur ekki vitað hvernig það fer eða hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Hik er sama og tap og ef þú ekki smakkar matinn, hvernig áttu dæma það, hvort þér finnst hann góður eða ei.

Hægt er einnig að segja að það er mikil munur á stórri áhættu og lítilli áhættu. Hægt er að taka dæmi af manni sem ákveður að veðsetja húsið sitt til að kaupa hlut í fyrirtæki sem hann hefur trú á eða manni sem fjárfestir eina milljón krónur af tveimur sem hann á í banka til að kaupa í fyrirtæki. Munurinn fellst í því að báðir tóku áhættu, annar setti allt undir og hinn setti pening sem hann getur horft hverfa án þess að bera skarðan hlut frá borði.

En ef við lítum síðan á það að stofna fyrirtæki í kringum hugmynd sem viðkomandi hefur verið að vinna með. Það er heilmikill munur að fjárfesta í verkefni annarra eða fjárfesta í sjálfum sér. Ég vil t.d. meina að það skipti máli hvort þú hafir nægjanlega mikla trú á verkefni þínu og hæfileikum þínum og þinni sérþekkingu til að vera tilbúinn að setja eitthvað undir, eða allt. Það er í mínum huga stór munur á því hvort ég fjárfesti í Sigga í næsta húsi eða sjálfum mér. Og það skiptir líka máli hvort ég hafi trú á að Siggi í næsta húsi hafi sérþekkingu á sínu verkefni eður ei, hvort verkefnið sé áhugasamt fjárfestingatækifæri.

Maður getur ekki annað en tekið ákvörðun byggða á innri sannfæringu um að áhættan sé þess virði að fjárfesta skuli í sjálfum sér eða Sigga í næsta húsi. Og svo er þetta spurning um hvort þú veðsetur húsið, eða bara miljón sem lítið hlutfall af tekjum þínum þannig að afleiðing (ef illa fari) sé ekki stærri en svo að þú sem einstaklingur getur ráðið við það.

Það er nefnilega heilmikið hægt að gera við milljón….ef rétt er að farið.

Hvað hægt er að gera við milljón…..færðu að vita um á námskeiðinu….. Smile

Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.