Tölvukerfi er fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu er viðkemur kaupum og sölu, viðhaldi og rekstri tölvubúnaðar (vél og hugbúnaði). Hvort heldur sem þörf er á nýju símkerfi, myndavélaeftirlitskerfi, nýrri tölvu eða síma eða annað, þá er Tölvukerfi aðilinn sem leita á til.
Tölvukerfi býður áskrifendum V6 upp á að setja upp Email aðgang ásamt skjalavistunarkerfi með afritun auk almennrar tölvuráðgjafar sem þörf er á í tengslum við rekstur fyrirtækis. Engin þörf er á að leita lengra hvorki að ráðum né tilboðum því tölvukerfi getur leyst flest ef ekki allt af þeim vandamálum sem gætu komið upp.
Nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Tölvukerfa má nálgast á www.tolvukerfi.is
Netbókhald.is ehf er alíslenskur bókhaldshugbúnaður sem hefur verið starfandi á Íslenskum markaði í yfir 10 ár og fjölgar notendumhugbúnaðarins hratt, þar sem verðið er lágt og þjónustan há og aðgengi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki gott og aðgengilegt.
Netbókhald býður áskrifendum V6 upp á fría áskrift fyrsta hálfa árið (6 mánuið) og hálft gjald út árið, ásamt fríu námskeiði á hugbúnaðinn og sparar viðkomandi sproti sér hunduðir þúsunda króna á þessu. Kynnið ykkur málið nánar á www.netbokhald.is
Viðskiptastofa BT /Bókhaldsþjónusta Hannesar
Viðskiptastofan BT /Bókhaldsþjónusta Hannesar er fyrirtæki með mikla og langa reynslu af gerð bókhalds, endurskoðunar og annarar þjónustu því tengdu.
Viðskiptastofan BT/Bókhaldsþjónusta Hannesar bjóða áskrifendum V6 upp á 40% afslátt af fyrstu 10 tímum í bókhaldi fyrsta árið (á að nægja smáum rekstri allt árið), 20% afslátt af næstu 10 tímum á fyrsta árinu og 20% afslátt af tímaverði fyrstu 10 tímana annað árið.
LOGOS einbeitir sér að alhliða þjónustu fyrir viðskiptalífið í öflugum starfsstöðvum í Reykjavík, London og Kaupmannahöfn. Sem stærsta lögmannsstofa landsins hefur LOGOS þann kraft og sveigjanleika sem þarf til að veita viðskiptavinum sínum alla þá liðveislu sem þarf hér heima, auk náinnar samvinnu við að uppfylla metnaðarfull áform í útlöndum.
Logos býður áskrifendum V6 upp á fría lögfræðiráðgjöf í tengslum við vernd hugverkar, samningagerðar og sölu hugverkar.
Nánar má nálgast upplýsingar um fyrirtækið á www.logos.is
Árnasonfaktor hefur frá upphafi sérhæft sig í vernd hugverkaréttinda og þjónustu við íslensk sem erlend fyrirtæki. Starfsfólk Árnasonfaktor hefur áratuga reynslu á þessu sviði og leggja við mikla áherslu á þjálfun og þekkingaruppbyggingu til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína. Starfsmenn félagsins hafa menntun og reynslu á sviði laga, tækni, raun- og hugvísinda.
Árnasonfaktor býður áskrifendum V6 upp á fría lögfræðitíma í tengslum við ráðgjöf og vinnu teng forkönnun á einkaleyfi og umsókn um einkaleyfi eða vörumerkjavernd.
Nordik er öflug og framsækin lögmannsstofa sem veitir lögfræðiþjónustu með áherslu á félagarétt, samruna og yfirtökur, innlendan og alþjóðlegan skattarétt, almennan fjármála- og viðskiptarétt, samningarétt og Evrópurétt. Nordik veitir jafnframt almenna skatta- og lögfræðilega ráðgjöf sem og málflutningsþjónustu og almenna málsvörn fyrir yfirvöldum. Starfsmenn stofunnar hafa víðtæka reynslu af lögfræðistörfum og mynda þannig sterkt teymi sem miðar að því að veita framúrskarandi þjónustu.
Nordik veitir áskrifendum V6 aðgang að fríum lögfræðitímum í tengslum við stofnun fyrirtækja, félaga og skattarétt bæði hér á landi sem erlendis.
PricewaterhouseCoopers á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar, skatta- og lögfræðiráðgjafar. PricewaterhouseCoopers er meðal stærstu fyrirtækja í sinni grein í heiminum og getur stærð, reynsla og tengsl skipt miklu þegar kemur að rekstri fyrirtækis.
PwC býður áskrifendum V6 upp á 2.5 tíma fría vinnu í tengslum við gerð ársreikningana til skattayfirvalda og munar það umtalsverðum fjárhæðum fyrir sprota sem nýjir eru gagnvart skattaumhverfinu.Viðkomandi sproti afhendir bókfært bókhald tilbúið til ársreikninga. Gera má ráð fyrir að þetta þýði fyrir nýstofnað sprotafyrirtæki sparnað upp á yfir hundarað þúsund krónur á árinu.
Nánar má nálgast upplýsingar um fyrirtækið á www.pwc.is
Síminn sérhæfir sig í fjarskipta og upplýsingatækni og er ávallt með nýjustu lausnir á sviði talsíma, farsíma og gagnaflutnings sem og lausnir í upplýsingatækni í forgrunni. Öflug liðsheild sérfræðinga tryggir gæði þjónustu með stöðugri endurnýjun og þróun lausna sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Síminn styður við frumkvöðla- og sprotastarfsemi á Íslandi með því að bjóða áskrifendum V6 sérstök sprotakjör í GSM, talsíma, Interneti og 3G neti. Frekari upplýsingar um afslætti Símans til sprotafyrirtækja er hægt að nálgast á skrifstofu V6.
Nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Símans má nálgast hér eða með því að hringja í fyrirtækjaráðgjöf Símans í síma 800 4000.
Litróf hefur áratuga reynslu af stórum og smáum prentverkum sem skilar sér sér í meiri hraða og meiri gæðum í prentvinnslu en áður hefur þekkst. Litróf hefur um áratuga skeið unnið prentefni fyrir öflugustu fyrirtæki landsins. Ef þú gerir kröfur um hágæða framleiðslu en um leið hraða og örugga þjónustu, þá skaltu hafa samband við Litróf.
Litróf býður áskrifendum V6 upp á 20 – 50 % afslátt af fyrsta verðtilboði og hækkar afsláttur með hærra verðtilboði. Mun afsláttur ráðast af stærð og tegund verkefnis og koma fram í verkefnatilboði sem viðkomandi fær.
Litróf býður svo í framhaldi af fyrstu pönntun 20% afslátt af næstu pöntunum á meðan sproti er í áskrift hjá V6.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast hjá www.litrof.is
Prentlausnir er fyrirtæki sem sérhæfir sig í prentun allra mögulegra tegunda prentgripa, svo sem nafnspjöldum, kynnarspjöldum, veggspjöldum, borðspjöldum, prentun skýrslna og kynningarefnis svo eitthvað sé nefnt. Fjölritun og að binda inn er þeim leikur einn.
Prentlausnir bjóða áskrifendum V6 upp á 50% afslátt af fyrstu stóru pöntuninni og 25% afslátt af næstu 4 pöntunum eftir það. Þarna er því um umtalsverðar fjárhæðir að spara fyrir nýstofnað sprotafyrirtæki.
Miðlun er fyrirtæki sem sérhæfir sig í símsvörun, úthringingum og gerð viðhorfskannana. Fyrirtækið hefur langa og mikla sögu á bakinu og hefur m.a rekið gulu línuna.
Miðlun býður áskrifendum V6 upp á 50% afslátt á símsvörunarþjónustu á fyrsta árinu og 20% afslátt á öðru árinu. Að hafa ávalt einhvern sem svarar símanum þegar þú ert á fundi eða upptekinn eykur trúverðugleika fyrirtækisins og styrkir ímynd þess umtalsvert. Hér er til mikils að spara.
Investis fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum og fjárfestum víðtæka ráðgjafaþjónustu á sviði fjármála og reksturs. Í samstarf við Dahl-Sørensen & Partners A/S í Danmörku veitum við viðskiptavinum okkar víðtæka þjónustu við öflun fjárfesta og aðra M&A þjónustu á Norðurlöndunum.
Investis býður áskrifendum V6 upp á fría ráðgjöf í tengslum við kaup og sölu á fyrirtækjum auk þess að leita að fjárfestum.
Nánar má nálgast upplýsingar um fyrirtækið á www.investis.is
Job.is er auglýsinga- og upplýsingamiðlun á netinu fyrir laus störf. Job.is hefur starfrækt þjónustuna frá árinu 1999 og því er reynsla Job.is ótvíræð. Markmið okkar er að þjóna fólki og einfalda leitina að hentugu starfi á sama hátt og við viljum styðja fyrirtæki í leit sinni að traustu og góðu starfsfólki.
Job.is býður áskrifendum V6 upp á fría atvinnuauglýsingu á vef job.is ásamt aðstoð og hjálp við leit og ráðningu nýs starfsmanns.
Nánar má nálgast upplýsingar um fyrirtækið á www.job.is
DHL er hluti af stærstu flutningasamsteypu heims, Deutsche Post DHL.Þær heildarlausnir sem DHL býður upp á ná allt frá landflutningum til flug- og sjófraktar milli landa. Auk þess bjóðum þeir upp á ýmsa þjónustuliði sem auðvelda flutningaferlið fyrir fyrirtæki, svo sem tollaumsjón og fleira. Slíkar heildarlausnir einfalda flutningaferlið fyrir viðskiptavininn þar sem hann getur nú nálgast alla þá flutningsþjónustu sem hann þarf á að halda hjá einum og sama aðilanum. Einnig getur sendandinn ráðið hraða sendingarinnar hvort sem um er að ræða innflutning eða útflutning. DHL – Fjórar einingar – eitt merki – allar lausnir á sama stað.DHL samanstendur af fjórum samverkandi einingum. Þetta þýðir að þeir geta boðið upp á meiri sveigjanleika, betri þjónustu og hagkvæmari leiðir fyrir viðskiptavini okkar.
DHL býður upp á 30% – 50% afslátt af fyrstu 3 sendingum og 10% út árið á meðan áskrift er við V6. Sérstakt V6 Startpakkatilboð í hýsingar og dreifingarlausnir heima/erlendis fyrir netverslanir ásamt ráðgjöf og heilsárssamning.