Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Samstarf V6 og ABC Barnahjálpar

images (3)V6 Sprotahús og ABC Barnahjálp hafa gert með sér samstarfssamning um að sproti á Íslandi styrki sprota í vanþróuðu landi.Samningurinn felur í sér að ákveðin upphæð fer af áskriftargjaldi V6 Sprotapakkans í sjóð sem er í vörslu V6 Sprotahúss. Sjóðurinn mun vera nýttur til að standa straum af kaupum á t.d Saumavélum, Sólardrifnum bakaraofnum, verkfærum fyrir smið eða viðgerðarmann, kaup eða uppsetningu á verkstæði fyrir t.d bifvélavirkja, kaup á landi fyrir bónda eða kaup á hráefni fyrir persónu sem vill framleiða og fullvinna vörur til að selja. Með þessum hætti sínum við fram á að margt smátt getur gert eitt stórt og að lítið sprotafyrirtæki á Íslandi getur með áskrift sinni að V6 Sprotapakkanum lagt sitt lóð á vogarskálina við að minka fátækt í heiminum og styðja við það göfuga starf sem á sér stað hjá ABC Barnahjálp. Sprotinn sem fær t.d saumavél frá sjóðnum, mun svo greiða ákveðna prósentu af arði sínum til baka til ABC Barnahjálpar og með þeim hætti greiða til baka fyrir þá hjálp sem hann hefur fengið og um leið ýta undir að ABC sé fært um að styrkja fleiri til náms og starfs.V6 Sprotahús vill með þessu sýna fram á mikilvægi þess að stutt sé við samfélagsleg málefni og að ekki skipti máli hvort málefnið sé hérlendis eða erlendis. Við búum í einum heimi og okkur ber skylda til að sinna þeim er minna mega sín.V6 vill að auki með þessu verkefni sýna að oft þarf ekki 62bbb1bd304b8629mikið fé til að fjölga atvinnutækifærum og að ýta undir velmegun og framþróun þjóðfélaga.V6 Sprotahús tekur engan arð af þessu verkefni og rennur andvirði að fullu til þess samstarfsverkefnis.

Hvað er ABC barnahjálp?

ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem stofnað var árið 1988. Tilgangurinn með stofnun þess var að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög gjafmildra Íslendinga. ABC starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun.