Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Skrá sig á námskeið

 • Skráðu þig hér að neðan...
 • Segðu okkur frá þér og þínum bakgrunn, ein eða tvær setningar sem lýsa hugmynd þinni og hvað þú ert búin að gera fram til þessa. V6 mun senda þér staðfestingu á skráningu. Staður og tími námskeiðs verður ljós þegar nær dregur. Allar upplýsingar sem þú sendir V6 í rafrænu formi, tilgreinir í gegnum síma eða greinir frá á fundi með V6 eða afhendir V6 lítur V6 á sem trúnaðarmál og mun ekki deila því með 3 aðila nema með þínu leyfi. Sendu okkur línu og tilgreindu þann tíma sem þér gæti hentað fyrir námskeiðið. Tilgreindu hvaða atriði það eru sem þú telur þig hafa mesta þörf fyrir hjálp með. V6 Sprotahús

  Ummæli

  • Frá hugmynd að veruleika hjá V6 er eitt allra skemmtilegasta námskeið sem ég hef farið á. Frábær stemming myndaðist í hópnum , hugarflug okkar fór í nýjar hæðir - mikil orka í gangi og var hverrar mínútu notið. Að eignast nýja vini á námskeiðinu var svo óvæntur bónus :)
   Frá hugmynd að veruleika (námskeið), Anna hjá Annatours Mos
  • Ég leitaði aðstoðar hjá Frumkvöðli/V6 fyrst og fremst til að gera samantekt á því sem starfsemi mín fólst í og að koma því á framfæri á vefsíðu minni að skipuleggja síðuna áður en lagt er í hana og hefja umræðu og brain storma um ýmiss atriði sem ég hafði ekki pælt í áður. Frá þessum grunnhugmyndum fæddust nýjar hugmyndir og mér finnst þetta vera mjög góð leið til þess að fá mann til að virkja hugsun í kringum markaðsetningu og gera fyrirtæki important á netinu. Bestu kveðjur, María (MKM foodwear)
   Virkir hugsun í kringum markaðssetningu, María (MKM foodwear)
  • Ég má til með að þakka þér fyrir frábæra ráðgjöf sem ég fékk í sambandi við fyrirtækjahugmynd mína. Henni var gefið nýtt líf með endurskipulagðri ráðgjöf sem var ekki alveg inni minni mynd af fyrirtækinu en gera hana arðbæri, skemmtilegri og gefa fyrirtækinu nýjar víddir, og  sérstaklega þegar  til lengri tíma er litið og á eftir að nýtast mér vel.
   Frábær ráðgjöf, Þorbjörg - Frumkvöðull
  • Miklar upplýsingar og hvatning til að skipuleggja sig og byrja strax að vinna að hugmynd minni. Leiðbeinandinn flottur, hvetjandi og góður leiðbeinandi.
   Markvist og fróðlegt, Handverkskúnst
  • „Mjög áhugasamur kennari. Góður hraði og hnitmiðað námskeið. Skýr framsetning. Betra námskeið heldur en ég er vanur úr HÍ”
   „ Kom rökhugsun af stað „ , nemi á námskeiði - Ertu með hugmynd - hvað áttu að gera
  • „Kom manni til að hugsa lengra og meira“
   Opnar hugarflæðið, nemi á námskeiði - Ertu með hugmynd - hvað áttu að gera
  • „Góður fyrirlestur, Góð umræða með og á móti þinni hugmynd“
   Góður fyrirlestur, nemi á námskeiði - Ertu með hugmynd - hvað áttu að gera
  • „Engin spurning! Gaf mér gott spark í rassinn og jók bjartsýni og þor til að taka ákvarðanir, Líflegt, Gott brainstorm, frábært fólk, gott viðmót. Að ég hefði hugmynd, sem ég hefði aldrei annars þorað að viðra“
   Engin spurning, nemi á námskeiði - Ertu með hugmynd - hvað áttu að gera
  • Það er óhætt að segja að þjónusta V6 hafi staðist í hvívetna og gott betur. Ég mæli hiklaust með þessum aðilum fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref  í sjálfstæðum atvinnurekstri.

   Gott að hafa á hliðarlínuni, Björn Róbert - www.stopp.is

  1. Nafn *
   * Visnamlegast fyllið út nafn
  2. Tölvupóstfang *
   * Vinsamlegast notið rétt tölvupóstfang
  3. Hvernig getur V6 aðstoðað? / Skrá sig á námskeið *
   * VInsamlegast setjið inn skilaboð

  STOFNAÐU FYRIRTÆKI MEÐ V6 SPROTAHÚSI

  Láttu slag standa og drífðu þig í gang!! Nýttu þekkingu og reynslu þeirra sem stofnað hafa fyrirtæki og náðu meiri árangri. Námskeiðið verður með eftirfarandi hætti.

  1. Kennsla í 2 stundir – 1 sinni í viku. 4 skipti. Frá 17.00 – 19.00.Hægt að velja um tvo kennsludaga, þriðjudag eða fimmtudag. Kennt í Mosfellsbæ. Aðeins 10 nemendur í hverjum hóp. Fólk utan af landi ætti að geta mætt.
  2. Fókus á mikilvæg atriði við þróun viðskiptamódels og spurningum svarað hvað eigi að gera til að komast áfram.
  3. Nemendur skrifa grunn að viðskiptaáætlun, gera kynningu á verkefni, söluplön og klára styrkumsókn.
  4. Nemendur hafa aðgang að kennara milli kennslu í gegnum síma, sameiginlegt skjal á netinu og netpósti.
  5. Nemendur vita hvernig prófa á möguleika viðskiptahugmyndar og hvert eigi að leita til að afla þekkingar og stuðnings.
  6. Nemendur að loknu námskeiði eru búnir að fá svör við eftirfarandi spurningum :
  • Hver er ég og hvað get ég gert sem stofnandi og eigandi að eigin fyrirtæki til að auka lýkur á árangri?
  • Hver er viðskiptahugmynd mín og hver er helsti styrkur hugmyndar og hvaða útgáfa er best af hugmyndinni ?
  • Hvaða markhóp, markað skal stefna á, hvar er hann og hvernig nær fyrirtæki, með réttri markaðssetningu, árangri?
  • Hvað er bókhald, hvernig virkar það og hvað skal vita áður en farið er í gang? Hvaða hugbúnað eða form er best að nota?
  • Hvernig geri ég samninga, viðskiptaáætlun, kynningu og hvaða hlutir skipta máli í þeim efnum?
  • Hvar og hvernig stofna ég fyrirtæki, hvað kostar það og hvaða atriði þarf ég að hafa í huga?
  • Hvernig fer ég að því að selja vörur og þjónustur, hvernig set ég upp vefsíðu, FB síðu eða nýti mér nýjustu tækni við að sækja árangur?

  Kennsla , Leiðsögn, stuðningur og afsláttur af vörum og þjónustu sem lækkar stofnkostnað umtalsvert.

  Verð: 29.900 Námskeiðið. Fyrsti kennslutími er 4. apríl og 6. apríl.