Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Finna markhóp

Mörgum verður á þau mistök að gefa sér að allir hafi áhuga á og vilji kaupa og nýta sér þá þjónustu eða vöru sem á að selja í nýja fyrirtækinu. Frumkvöðullinn gefur sér að vegna þess að allir geti notað hana, og að vegna þess að hún leysi eithvert vandamál svo vel, þá sé það augljóst, þar sem frumkvöðullinn og upphafsmaðurinn er svo sannfærður sjálfur um ágætið. Það sem gleymist að hugsa um í þessu samhengi er hugsun og hegðun fólks (markaðarins) og þeir ýmsu þættir sem hafa áhrif á og móta ákvörðun viðskiptavinanna. Dæmi um þetta er vanafesta og trú. Sá sem t.d. hefur ávalt keypt sér Toyota bíl, er líklegri til að horfa framhjá kostum NIssan bíls og sá sem keyrir alltaf sömu leiðina heim eftir vinnu, og kemur við í sömu fiskibúðinni á leiðinni heim, er ekki líklegur til að vilja keyra úr leið til að kaupa fisk á betra verði annarstaðar, NEMA eitthvað annað komi til sem ýti á þá ákvörðun.  Annað dæmi er t.d. reglur og lög. Sumir hlutir eiga mjög erfitt með að seljast, þar sem reglur og lög setja þeim þannig ramma, að markaðurinn gefur sér, eða er ekki tilbúin til að taka  þá áhættu sem fylgir því að kaupa  nýja hlutinn, eða þjónustuna, nema lögin eða reglurnar breytist.  Það sem þarf að gerast þegar fara á í gang með nýtt fyrirtæki er að skilgreina markaðinn, markhópinn og finna út, hvaða hópur fólks sé líklegastur til að sjá vöruna/þjónustuna með þannig hugarfari og tilfiningum, að fyrir þeim sé þetta augljós ávinningur, eða tilboðið sé sniðið að smekk og skoðunum viðkomandi.  Markmið nýja fyrirtækisin, á þannig að snúast um það að ná að vinna engöngu í því að fá þennann fyrsta hóp inn og sýna honum fram á að hann valdi rétt. Þennan hóp þarf að skilgreina með aldri, starfi, kyni, menntun, búsetu, innkomu, áhugamálum, bílaeign, símaeign, notkun fjölmiðla og tölva,  barnafjölda eða ekki og pólitískum skoðunum og jafnvel enn lengra. Því nákvæmari sem upplýsingarnar eru um viðkomandi markhóp, því líklegra er að hægt sé að finna út hvernig auglýsingin á að vera, hvert tilboðið á að vera og hvar markhópurinn mun sjá þessa auglýsingu.

Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.

Skilja eftir skilaboð / Leave a reply