Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Geta allir verið frumkvöðlar? (6)

Áður birt á Frumkvodull.com – Tuesday, 05 February 2008

Það eru margir sem hafa þá trú að þeir séu vita laglausir. Þeir telja að, hvað sem tauti og rauli, þá sé algjörlega útilokað að þeir komi nokkurn tímann að syngja einn einstakan lagbút sem hljómi rétt og sé eins og lagbúturinn eigi að hljóma. Ég vil svara þessu til að allir geti sungið, þetta sé bara spurning um hvort fólk leggi sig fram um að reyna að æfa sig, fái réttar leiðbeiningar eða fái tækifæri til að læra á hvern hátt réttum tóni er náð. Ég get alveg samþykkt að ekki eru allir eins og fólk syngur misvel og hæfileikum fólks er misskipt. En það hefur lítið með það að gera hvort fólk geti sungið eður ei. Sumir syngja frábærlega og verða atvinnusöngvarar, aðrir syngja vel og geta sungið fyrir aðra þegar vel liggur við, og svo eru allir hinir sem geta sungið, og geta notið þess að syngja í góðra vina hóp. EN þeir geta sungið, og það skammlaust, bara spurning um tíma, æfingu og réttu leiðbeininguna. Það sama er hægt að segja um þá spurningu hvort ekki allir geti verið frumkvöðlar. Ég hef þá skoðun að allir geti verið það, bara spurning um hvort fólk gefi sér tíma, æfi sig og fái rétta handleiðslu og leiðbeiningu. Fólk þarf ekki að vera yfirmáta skapandi til að vera frumkvöðull og það þarf ekki að vera með algerlega glænýja lausn á takteininum til að geta orðið árangursríkt í því verkefni sem því langar mest til að sinna. Aðalatriðið er að hafa réttan fókus, rétta sýn og hæfileikann til að gera sér grein fyrir eigin hæfileikum og getu. Það er líka hægt að vera frumkvöðull á mismunandi hátt. Þú getur verið partur af hóp sem saman stendur af því að koma ákveðnu verkefni á koppinn. Þú getur verið með ákveðna sýn á ákveðnu málefni og fengið í lið með þér aðra sem gætu lagt eitthvað til málanna, þannig að verkefnið verði að veruleika. Þú gætir líka einfaldlega fengið góða hugmynd (allir geta fengið hana) og ákveðið að koma hugmyndinni í verk og jafnvel verð. En eitt er það atriði sem skiptir miklu í að vera frumkvöðull. Sá sem kemur verkefni af stað og ætlar sér að koma því lengra en að vera bara hugarfóstur upphafsmanns verður að þekkja verkefnið, eða umhverfið sem verkefnið á að vera í, mjög vel. Sá eða sú hin sama verður að hafa yfirburðarþekkingu á því sviði sem um ræðir og vita meiri en flestir aðrir. Með því að hafa yfirburðarþekkingu og nýta hana rétt (en það verður m.a. kennt á námskeiðinu) og nýta sér þá aðferðarfræði sem m.a. er kennt á námskeiðinu þá er möguleiki á að verkefnið getið orðið að veruleika og það geti skapað þér sem upphafsmanni meiri gleði og jafnvel talsvert meiri tekjur en þig jafnvel órar fyrir.

Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.