Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Geta hópar verið frumkvöðlar.

Áður birt á Frumkvöðull.com – Thursday, 31 January 2008

Einhverjum gæti dottið í hug að spyrja hvort verið gæti að hópur af fólki geti verið frumkvöðlar og er til einfalt svar við því. Já. Staðreyndin er nefnilega sú að ef eitthvað þá er búið að sýna fram á að fólk í hóp á það til að vera meira skapandi heldur en einn einstaklingur. Dæmi um slíkan hóp er hópurinn sem stendur á bak við Vesturport með Gísla Örn Garðarson í forsvari. Vandamálið snýr hinsvegar að því að koma sér saman um eitthvað, sameiginlega stefnu, markmið og framtíðarsýn, og svo ekki sé talað um að vita hver á að sjá um stjórnun, standa í forsvari fyrir hópinn og taka ábyrgð á öllu sem gert er á vegum hópsins. Þar kemur inn í sá þáttur sem snýr að því að koma verkefni í gang og er einn sá mikilvægasti fyrir hvern þann frumkvöðul sem tekst á við það; leiðtogahlutverkið. Að því leitinu til er það þannig farið að sá hinn sami sem tekur að sér að vera leiðtogi hópsins er að því leitinu til ögn pínu meiri frumkvöðull en hinir því hann hefur þá eiginleika að bera að geta tekið að sé þetta mikilvæga hlutverk. Það er í raun þannig farið með þá sem flokkast undir að vera frumkvöðlar að þeir þurfa að taka á sig það ábyrgðarmikla hlutverk að verða leiðtogi annaðhvort hóps eða verkefnis sem um ræðir. Að vera leiðtogi snýst um að geta tekið skjótar ákvarðanir þegar mest brýnir á, að geta borið ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru, að standa og falla með þeim ákvörðunum og að þora að vera andlit verkefnis eða hóps sem jafnvel á eftir að sanna sig og stendur jafnvel undir kröfum markaðarins um að sýna fram á eitthvað. Dæmi um þetta er Steve Jobs stofnandi og eigandi Apple tölvufyrirtækisins. Hann hefur oftar en einu sinni tekið ákvörðun sem hefur verið í andstöðu við ríkjandi viðhorf og væntingar og haldið fast við þá sýn sem hann sjálfur hefur haft á verkefninu að koma fyrirtækinu á þann stað að verða eitt af framsæknustu á markaðnum. Með þessu hefur hann gert fyrirtækið að mjög umdeildu fyrirtæki, en um leið og honum hefur tekist vel upp þá hefur honum verið hrósað fyrir réttar ákvarðanir en einnig hallmælt fyrir að hafa tekið rangar ákvarðanir. Enn sem komið er hefur hann tekið fleiri ákvarðanir sem hafa þótt vera réttar. Með þessum hætti hefur Steve tekist ætlunarverk sitt og um leið þurft bæði að bera kostina og gallana við að vera frumkvöðull. Það er eitt af einkennum þess að setja verkefni í gang, að maður verður að hafa fulla trú á verkefninu og að það sé það eina rétta í stöðunni þá stundina. Það er nefnilega þannig farið að ef frumkvöðullinn hefur ekki nægjanlega mikla trú á verkefninu, þannig að hann sé tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir það…….þá getur verið erfitt fyrir hann að sannfæra aðra um að setja pening í það eða þá að kaupa þá vöru eða þjónustu sem um ræðir.

En eftir stendur ein mikilvæg staðreynd sem skal aldrei vanmeta og reyndar hafa ávallt hugfast við það að setja verkefni í gang. Frumkvöðullinn mun aldrei geta þetta einn. Hann mun þurfa á stuðningi, hjálp og samvinnu margra ólíkra aðila sem koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti og má eiginlega segja að án þessa fólks sé verkefnið dautt. Frumkvöðullinn þarf því að átta sig á mikilvægi þess að hafa í kringum sig réttan mannskap og meta þann mannskap að fullu.

Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.