Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Heildarstærð markaðar – er hægt að vita slíkt ?

Eitt það mikilvægasta þegar stofna á fyrirtæki er að átta sig á því hver er heildarstærð markaðarins sem markmiðið er að ná til. Hættan er sú að vanmeta og ofmeta, í stað þess að reyna að finna út úr því með staðreyndum sem eru annaðhvort fyrirliggjandi, eða með tilraunum sem gefa upplýsingar um nauðsynlegar staðreyndir. Dæmi um þetta er ef ég ætla að opna kökubúð. Ég get prófað að selja heiman frá mér kökur á réttu verði og þegar ég er að selja til annara en ættingja minna, þá gefur sá fjöldi sem ég sel til á hverjum mánuði mér upplýsingar um hvað geti verið í væntum ef ég fer á fullt með meiri framleiðslu og meiri markaðssetningu. Ég get líka skoðað hverjir eru að selja kökur á Íslandi í dag, og hvað séu líklega margar kökur seldar hjá þessum aðilum öllu jafna á dag og svo á mánuði og ári. Sumir eru að selja kökur sem aukaafurð á meðan aðrir eru að selja kökur sem aðalvöru og þjónustu viðkomandi fyrirtækis. Svo er hægt að skoða vörur sem eru fluttar inn til að búa til kökur, eða tala við aðila sem eru að selja vörur sem notaðar eru til að búa til eða skreyta kökur? Nú svo er líka hægt að áætla út frá fjölda einstaklinga hversu margir halda afmæli með kökum, á hvaða aldri gæti það verið líklegast að kaka sé notuð og hvaða týpur væru líklegri en aðrar til að kaupa köku í stað þess að búa hana til? Margt annað er líka hægt að skoða, en þetta gefur ykkur smá hugmyndir um hvað hægt er að gera í upphafi. Í upphafi skyldi endin skoða og er margt hægt að skoða áður en farið er af stað. Hvað hefur þú gert til þessa til að öðlast þekkingu á markaðnum ?? – Deilum þessum upplýsingum til annara sem gætu verið að hugsa um að fara í gang og fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.