Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Hvað á varan eða þjónustan að kosta ? What should the price be ?

Verð vöru eða þjónustu er einn af heilögu kaleikum þess að fara í gang með fyrirtæki. Ef verðið er of lágt, þá fer fyrirtækið fljótt á hausinn, því útgjöld eru meiri en innkoma. Ef verðið er of hátt, þá fer fyrirtækið líka á hausinn, en þá kannski frekar vegna þess að ekki selst nóg af vörunni. Það er einnig mikilvægt að átta sig á því hvaða hlutverk verðið spilar í heildarsamhengi fyrirtækisins. Þarna á ég við þá staðreynd að sumar vörur og þjónustur eiga að seljst í miklu magni til að viðskiptahugmyndin gangi upp. Í öðrum tilvikum er nóg, og jafnvel kostur, að selja ekki of mikið, því þar skiptir máli að spila inn á þarfir fólks til að hafa sérstöðu – að vera ekki eins og allir hinir. Dæmi um þetta eru sum fatamerki, þar sem aðeins örfáar flíkur eru seldar af hverri tegund, en í staðinn er hægt að vera með margar tegundir af flíkum. Verð vöru byggir á nokkrum mikilvægum forsendum. Í fyrsta lagi þarf að reikna inn allan kostnað við að koma vörunni til viðskiptavinar og úr höndum fyrirtækis. Þarna inni er hráefniskostnaður, símakostnaður, skattar og gjöld, markaðskostnaður, launakostnaður, rekstarkostnaður og jafnvel sendinga- eða afhendingakostnaður. Það vill oft gleymast að t.d. skattar og gjöld eru oft meiri en fólk heldur (hægt er að finna upplýsingar um það á t.d. rsk.is eða tollur.is). Margir gleyma að reikna með því að þurfa að nota helmingi meiri pening í markaðskostnað en allan annan kostnað í fyrirtækinu, og því auglýsa menn lítið sem ekkert og þá vita fáir af því að fyrirtækið er til. Margir gleyma að reikna ýmsa liði í tengslum við launakostnað og jafnvel eru ekki með bókhaldið á hreinu og enda með að borga vexti og álagsgjöld sem ekki var gert ráð fyrir í upphafi. Góð hugmynd er að gera verðkönnun á sambærilegum vörum eða þjónustu á markaði, átta sig á því hvaða þættir verða dýrari fyrir litla nýbyrjaða fyrirtækið í upphafi í samanburði við stóru innflutningsfyrirtækin sem eru með t.d. alla samninga og tengsl, reynslu og þekkingu sem gerir þeim kleift að fá hlutina ódýrari vegna samlegðaráhrifa. Góð hugmynd er að átta sig á því hvað þú ert að bjóða uppá ólíkt hinum, hvað þín vara eða þjónusta er að spara, flýta eða bæta fyrir viðskiptavininum, og hvaða ástæður liggja á bak við kaup, eins og það að varan þín sé nærri viðskiptavini eða meira í leiðinni og svo framvegis.

English
It is always a difficult task to find the right price for a given product or service. If the price is to low, the company will be short on money to pay for cost and thereby go bankrupt. If the price is to high, not enough customers will buy and the company will go bankrupt all the same. Price is an important factor in every sale of a product. Sometimes it is important to sell huge amount of product to succeed bringing the concept to market. Sometimes it is necessary to sell limited amount of product to succeed. Take clothing brand as an example. Some clothing brands do only sell limited amount of each item , but instead sell different types of items from each category, and then sell high price for each product. To find a price in a given product or service, you need to find out what is the cost of material and production cost, telephone and communication cost, taxes and import cost, marketing cost, employee payment cost, cost of daily running of the company, and even delivery cost. Usually people forget to calculate marketing cost to be at least 100 % more than all other cost, and thereby will not market the product/service properly and nobody will therefore not know the company exists. Many forget to take all cost surrounding employee payment and even forget to have the book keeping in place properly and end up paying more in interests and such late fee interests. The best way is to try to research the market and be aware of the things that will be far more expensive for a young startup compared to an old one with all the experience and connections and even has regularly trading route importing other products as well. Think about what the customer gets from your product different from the others, where you are placed in the spectrum and what are the arguments for the customer for buying just your product in stead of the others.

Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.