Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Hver er frumkvöðull? – Frumkvöðull

Áður birt á Frumkvöðull.com – Wednesday, 30 January 2008

2. Hver er frumkvöðull?

Oft er það svo að frumkvöðull oft telur sjálfan sig ekki vera neinn frumkvöðul. Hann eða hún er bara vinnandi vinnuna sína og líta á sjálfan sig sem einn einstakling af mörgum sem hafi í raun fátt merkilegra fram að færa en nokkur annar á vinnustaðnum. Vinnan er jafnvel staður sem viðkomandi hefur haft sem fastan samastað í lengri tíma og ekki hefur komið nokkuð í ljós sem gefa mætti tilefni til að ætla að viðkomandi væri frumkvöðull.

Þessum hópi vil ég í raun skipta í tvo hópa. Einn hópurinn samansendur af einstaklingum sem hafa þann háttinn á að reyna alltaf að finna nýja og betri leið við að leysa verkefni dagsins með það fyrir augum að bæta vinnufyrirkomulag, auka arðsemi, gera vinnuna skemmtilegri eða auðveldari, auka gæði vinnunar eða að betrumbæta eitthvað sem viðkomandi telur að bæta megi. Viðkomandi lítur ekki á sjálfan sig sem frumkvöðul, þó svo að í mínum augum sé hann það. Viðkomandi lítur miklu frekar á að það starf sem hann sé að sinna beri að vinna eftir bestu hugsanlegu færu leiðinni í það og það skiptið, og það sé hagur allra að hlutir séu bættir ef tækifæri gefast til betrumbætingar. Samviskusemi og hugmyndaauðgi af þessu tagi eru oft á tíðum vanmetin af atvinnurekendum og jafnvel gengið svo langt að biðja viðkomandi að draga úr þessari þörf fyrir að breyta. Ástæðan sé talin vera sú að breyting sé í augum atvinnurekanda vond ef ekki er hægt að sjá breytinguna samtímis í krónutölu í peningakassanum. Það sem gleymist í þessu samhengi er tvennt. Annarsvegar er það sú staðreynd að breyting getur oftast verið góð, því hlutir standa sjaldnast í stað, og gott er að venja fólk á að geta breytt hlutum sem annars fellur í vana og stíf form hefðar. Hitt er það að breyting mun oftast þurfa lengri tíma til að sanna sig en svo að hægt sé að sjá áhrifin strax í krónutölu í kassanum. Eina undantekningin á þessu er ef breytingar eru framkvæmdar sem hluti af vinnuferli fyrirtækis og að eitt af markmiðum fyrirtækisins sé m.a. að vera öðruvísi en samkeppnisaðillinn. Slíkt vinnuferli er einungis að litlu marki þekkt hér á landi. Persónan sem lýst er að ofan velur sér tvær leiðir í lífinu. Ein leiðin er að vinna í viðkomandi fyrirtæki sem lengst og vinna starfið vel og samviskusamlega. Hin er að hætta og finna sér nýjan vettvang þar sem starfið er metið. Oft vill það verða að viðkomandi velur að fara sjálfstætt. Ekki er víst að viðkomandi líti á sjálfan sig sem frumkvöðul þrátt fyrir það.

Hinn hópurinn sem ég átti eftir að nefna samanstendur af fólki sem hefur unnið við ákveðið starf í mörg ár og þekkir starfið, starfsviðið og umhverfi starfsins mæta vel. Hefur viðkomandi ávallt sinnt sínu starfi án þess að íhuga nokkrar breytingar á sínum högum. En í gegnum langan tíma fara að vaxa vangaveltur um að tækifæri séu á að gera hluti með öðrum hætti en viðkomandi gerir í sínu starfi. Dæmi um þetta gæti verið saga af leigubílstjóra sem hefur unnið við það að keyra hefðbundin leigubíl í mörg ár og gengið vel. Einn daginn eftir langar vangaveltur og jafnvel smá könnun í eigin ranni tekur viðkomandi upp á því að í stað þess að fjárfesta í nýjum Toyota station bíl ákveður sá hinn sami að eyða nú nokkrum fleiri þúsundköllum til kaupa á einni AMERÍSKRI eðaldrossíu með leðri og lúxus og tilheyrandi. Í framhaldinu fer hann svo að selja þjónustu sína á hærra verði til annars hóps af viðskipavinum og vinnufyrirkomulagið er með öðrum hætti en var. En dæmið sem ég kem með er frekar einfalt, og oft er þetta ekki svo einfalt fyrir fólki í þessari stöðu. Það er til að mynda ekki alltaf að dæmið sé svo fyrirliggjandi og þekkt, eins og að kaupa annan bíl í stað hins, og hækka verð og að slíkt reiknisdæmi sé vel þekkt frá erlendum vettvangi. Oft getur verið um að ræða tækifæri í rekstri fyrirtækis sem þurfi að passa inn í fyrirliggjandi umhverfi, að markaðurinn er með öðrum hætti en þekkt er, og ekki síst sú staðreynd að viðkomandi sem ákveður að gera eitthvað nýtt hefur ekki unnið sjálfstætt áður og veit þarafleiðandi ekki hvað þurfi að gera til að fóta sig á opnum markaði þar sem samkeppni ræður ríkjum og eins dauði er annars brauð.

Báðir þessir hópar eru frumkvöðlar í mínum augum………en hvernig eiga þeir að vita hvað beri að gera…..Námskeiðið veitir svar við því.

Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.