Það er alltaf erfitt að vita hvernig meta eigi gæði og möguleika hverrar viðskiptahugmyndar fyrir sig. Það eru líka einnig margir þættir sem skipta máli í því samhengi og hafa áhrif á lokaniðurstöðu. Reynslan sýnir að þeir aðilar sem koma að hugmyndini, eiga hana og reka eru stærstu áhrifavaldar í möguleikum hugmyndar. Þannig geti þeir verið með lélega viðskiptahugmynd, en gert hana góða með úrræðafærni sinni, frumkvæði og festu. En þess utan þá skiptir líka máli hvort upphafsmenn hafi grunndvallarþekkingu á þeim markaði og þeim viðskiptavinum sem hugmyndin á að byggja arðsemi sína á. Ef sú grundvallarþekking er ekki fyrir hendi, er ansi líklegt að hugmyndin eigi erfitt uppdráttar. Auðvitað skiptir svo máli að hafa lausn sem þörf er á, verðlögð á verði sem viðskiptavinir vilja borga fyrir og framsetning hugmyndar/útfærsla skiptir svo auðvitað máli. AÐ lokum eru það þessi hefðbundnu atriði eins og að arður verður að vera meiri en útgjöld, markaðssetning verður að vera rétt og að gera verður ráð fyrir öllum útgjaldarliðum í útreikningum, svo sem sköttum, launatengdum gjöldum og að skilað sé ársreikningi og skattaskýrslu einu sinni á ári.