Það er eðlilegt að hver sem er velti því fyrir sér hvort maður geti haft gagn af ráðgjöf /leiðsögn eða ekki. Einfalda svarið við því er að það byggist á þeim sem þarf að taka ákvörðunina. Ef þú heldur að þú vitir allt og getir allt sjálf /ur, þá þarftur ekki á neinni aðstoð að halda. Ef þú heldur að margt sé nýtt fyrir þér og að þú viljir vita og heyra meira, og kanna hvort það séu til sjónarmið sem gætu haft áhrif á þína vinnu, skoðun, mat og þekkingu og umfram allt getu þína til að taka betri ákvarðanir og ná hraðar fram árangri, þá gæti þú haft gagn af slíkri ráðgjöf /leiðsögn. V6 hefur frá stofnun unnið að því að aðstoða fólk við að skoða hugmyndir sínar í gagnrýnu ljósi, velta upp og skoða mismunandi valkosti og möguleika, og benda á þær leiðir og þau tæki og tól sem gætu hjálpað til við að gera viðskiptahugmyndinni, nú eða verkefninu kleift að ná betri og fljótari árangri. Yfir 1000 manns hafa leitað til V6, eða setið á námskeiði og hafa margir náð miklum árangri í kjölfarið. Að stofna fyrirtæki er margþættur verkefna og þroskaferill, sem hefur með mjög margt að gera, sem fæstir gera sér grein fyrir , janvel þeir sem hafa áður rekið fyrirtæki en kannski ekki stofnað þau sjálfir. AÐ stofna fyrirtæki, snýst á margan hátt um viðhorf, frumkvæði og virkni þess sem ákveður að fara í gang. Ef viðkomandi heldur að verkefnið leysist með því að leggja hugmyndina inn í töfrakassa og fá út fullskapaða hugmynd sem nær fullkomnum árangri, þá er sá sami á rangri braut. Ef sá sem er að fara í gang, gerir sér grein fyrir því að framundan sé spennandi ferðalag, sem inniber lærdóm, fróðleik, fjölbreytt og erfið verkefni, frumkvæðis og gagnrýnnar hugsunar þá er líklegt að sá hin sami nái langt. V6 vill aðstoða fólk sem vill nýta sér aðstoðina – og þeir einir eru þeir sem ná árangri. Töfrakassin verður að vera enn um sinn í ævintýrabókunum.