Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Internet markaðssetning !!

Fyrir þá sem hafa hugleitt markaðssetningu á netinu en hafa ekki enn hafist handa að neinu marki þá getur þetta verið frumskógur. Gott er að byrja á því að skilgreina hvert sé markmið með markaðssetningunni og í hverja á að ná. Til dæmis væri óráðlegt að stunda netmarkaðssetningu ef markhópurinn væri yfir 60 ára aldri, þar sem sá hópur notar netið minnst og kann minnst á það hlutfallslega. Ekki nema að skyldmenni þeirra sem eru 60 ára séu hin raunverulegi markhópur og kaupendur að þeirri vöru og þjónustu sem í boði er. Til að einfalda valkostina sem teljast vera líklegustu valskostir fyrir flesta má skipta netmarkaðssetningu í c.a 4 flokka. Fyrst má nefna auglýsingar til hliðar á FB, en þar er hægt að velja hversu miklum pening þú verð í auglýsingar, í hverja á FB á að ná bæði eftir aldri og staðsetningu og hvort þú borgar fyrir það þegar fólk velur að ýta á auglýsinguna, eða velur hversu oft auglýsinginn sést á síðum þíns markhóps. Annar valkostur er svo að borga fyrir “PROMOTING” eða að ýta auglysingu þinni, eða póst af FB fyrirtækjasíðu (þú verður þá að vera með slíka síðu) að þínum markhóp og kemur þá auglýsinginn inn á vegg þeirra sem líka við póstinn og þannig sjást hjá vinum þess. Þriðja er að auglýsa í gegnum t.d google en þá ertu að greiða fyrir að augýsingin þín komi í tengslum við ákveðin leitarorð og ákveðin markhóp t.d til allra sem búa á Íslandi. Fjórða er svo að borga fjölmiðli eða heimasíðu fyrir að hafa þína auglýsingu uppi, svo sem á Visi, DV, Eyjunni eða MBL svo fátt eitt sé nefnt. Verð á slíkum auglýsingum fer eftir fjölda heimsókna á síðuna hverju sinni…….og er eins misjanft og síðurnar eru margar. Svo eru fleiri valkostir til sem ég vel að nefna ekki í þessu samhengi núna. Setjið ykkur í gírinn og nýtið þennan valmöguleika, hann gæti verið fyrir ykkar fyrirtæki !!!
Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.