Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Leiðir til að ná í viðskiptavini

Viðskiptavinir eru mikilvæg auðlind hvers vel rekins fyrirtækis. Að vera með góða viðskiptahugmynd er eitt en allt annað er sjá til þess að hugmyndin sé að virka á sama hátt fyrir viðskiptavininum og hún gerir fyrir þig sem upphafsmann fyrirtækisins. Þriðji hluturinn er svo að geta hagnast á því að bjóða upp á þessa lausn þannig að vel sé. Allt þarf þetta að haldast í hendur. Sumir vilja halda að það sé augljóst mál með hvaða hætti best er að nálgast viðskiptavinina og græða á þeim. Reynslan sýnir hinsvegar oft upp á annað þegar látið er á reyna. Þannig þurfa margir að breyta um aðferð, verð, uppsetningu eða markaðssetningu eftir að farið var i gang. Það hefur einnig komið í ljós í rannsóknum, að þeir stofnendur og stjórnendur sprotafyrirtækja sem eru meðvitaðir um þennan þátt í rekstri, og eru fljótir að átta sig á því að eitthvað þurfi að gera og að læra verði að reynslunni strax, eru þeir sem eiga á endanum árangursrík fyrirtæki. Gott er þannig að vera meðvitaður um þennan þátt og vera fljótur að finna lausnir um leið og sýnt er fram á að árangur er ekki samkvæmt plönum. Ef þú ert með nýtt fyrirtæki eða hugmynd að fyrirtæki í þínum fórum, gæti námskeið V6 verið góð leið til að ná betri árangri. Kynntu þér málið á heimasíðu V6 Sprotahús (www.v6.is ) Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Höfundur hefur MA í frumkvöðlafræði og MA í iðnhönnun. Hann hefur sjálfur unnið fyrir fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis og er stofnandi og eigandi að V6 Sprotahúsi.Hann hefur sjálfur verið með eigin hönnunarverkefni og selt hugmyndir og unnið að vöruþróun innan fyrirtækis. Hann hefur haldið námskeið í stofnun fyrirtækja og leiðbeint frumkvöðlum um árabil. The author has MA in Entrepreneurship and MA in Industrial design. He has worked within and in connection with companies both abroad and in Iceland. He has himself been selling his own designs and ideas and established his own company which he now runs himself. He has taught many and is teaching how to start your own company and as well offering a guidance to people with ideas and longings to establish their own companies.

Skilja eftir skilaboð / Leave a reply