Viðskiptavinir eru mikilvæg auðlind hvers vel rekins fyrirtækis. Að vera með góða viðskiptahugmynd er eitt en allt annað er sjá til þess að hugmyndin sé að virka á sama hátt fyrir viðskiptavininum og hún gerir fyrir þig sem upphafsmann fyrirtækisins. Þriðji hluturinn er svo að geta hagnast á því að bjóða upp á þessa lausn þannig að vel sé. Allt þarf þetta að haldast í hendur. Sumir vilja halda að það sé augljóst mál með hvaða hætti best er að nálgast viðskiptavinina og græða á þeim. Reynslan sýnir hinsvegar oft upp á annað þegar látið er á reyna. Þannig þurfa margir að breyta um aðferð, verð, uppsetningu eða markaðssetningu eftir að farið var i gang. Það hefur einnig komið í ljós í rannsóknum, að þeir stofnendur og stjórnendur sprotafyrirtækja sem eru meðvitaðir um þennan þátt í rekstri, og eru fljótir að átta sig á því að eitthvað þurfi að gera og að læra verði að reynslunni strax, eru þeir sem eiga á endanum árangursrík fyrirtæki. Gott er þannig að vera meðvitaður um þennan þátt og vera fljótur að finna lausnir um leið og sýnt er fram á að árangur er ekki samkvæmt plönum. Ef þú ert með nýtt fyrirtæki eða hugmynd að fyrirtæki í þínum fórum, gæti námskeið V6 verið góð leið til að ná betri árangri. Kynntu þér málið á heimasíðu V6 Sprotahús (www.v6.is ) Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.