V6 Sprotahús býður upp á svokallaðan Hitting – en þar geta frumkvöðlar komið saman vikulega eða hálfsmánaðarlega og rætt sín í milli og við V6 ráðgjafa um málefni líðandi stundar, stöðuna og fengið pepp og góð ráð. Hittingur er brilliant fyrir þá sem telja gott að hafa stuðning og aðhald til viðbótar við persónulega ráðgjöf og vilja nýta og auka tengslanetið og njóta reynslu hópsins. Hittingur kostar 5000 kr. á mánuði og er hist 4 sinnum í mánuði.