Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.
Date:October 07, 2013

Magnús Scheving

Magnús Scheving er upphafsmaður Latabæjar og stofnandi fyrirtækis sem á réttin á LAZY TOWN vörumerkinu og öllum tengdum vörum og þjónustum. Magnús nýtti sér sína eigin kjarnaþekkingu og reynslu úr heilsubransanum, hafandi kennt Aerobick út um allan heim, keppt og unnið til margra verðlauna á þeim vettvangi. Hann fór í gang með fyrirlestra um mikilvægi heilsusamlegs lífs, hreyfingar og þess að hugsa sjálfstætt og hafa gott sjálfstraust og álit meðal grunnskólabarna. Hann fór með þennan fyrirlestur víða í heiminum og eftir að hafa séð og upplifað hvað það var sem börnin skorti,og horfa upp á síaukandi offituvandamál barna fékk hann hugmyndina að því að blanda saman dæmisögum, leikbrúðum, raunheimi og leikurum í söng og dans og hreyfingartengt sjónvarspefni. Hann þróaði verkefnið út frá barnabók um bæinn sem var svo latur og allir borgarbúarnir voru háðir öllum slæmum vönum og venjum, borðuðu óhllt, hreyfðu sig lítið og nenntu littlu. Í bæinn kom íþróttaálfurinn sem fékk alla til að taka þátt í keppni við nágrannabæinn.