V6 Sprotahús býður upp á frábært námskeið fyrir þá sem eru að hugleiða stofnun fyrirtækja. Námskeiðið tekur mið af forsendum þeirra sem hafa aldrei áður farið í gang með eigin verkefni, eða stofnað fyrirtæki. Markmið námskeiðs er þríþætt. A. Gera þér kleift að taka réttar ákvarðarnir. B. Benda á hvar leita megi upplýsinga til að því að auka líkur á árangri. C. Benda á þau atriði sem ber að hafa í huga, ber að varast og þau atriði sem skapa árangur þegar stofna á fyrirtæki.
Kennsla í 2 stundir – einu sinni í viku.4 skipti. Frá 17.00 – 19.00. HÆgt að velja um tvo kennsludaga, þriðjudag eða fimmtudag. Kennt í Mosfellsbæ. Aðeins 10 nemendur í hverjum hóp. Fólk utan af landi ætti að geta mætt.
Fókus á mikilvæg atriði við þróun viðskiptamódels og spurningum svarað hvað eigi að gera til að komast áfram.
Nemendur skrifa grunn að viðskiptaáætlun, gera kynningu á verkefni, söluplön og klára styrkumsókn.
Nemendur hafa aðgang að kennara milli kennslu í gegnum síma, sameiginlegt skjal á netinu og netpósti.
Nemendur vita hvernig prófa á möguleika viðskiptahugmyndar og hvert eigi að leita til að afla þekkingar og stuðnings.
Nemendur að loknu námskeiði eru búnir að fá svör við eftirfarandi spurningum :
Hver er ég og hvað get ég gert sem stofnandi og eigandi að eigin fyrirtæki til að auka lýkur á árangri?
Hver er viðskiptahugmynd mín og hver er helsti styrkur hugmyndar og hvaða útgáfa er best af hugmyndinni ?
Hvaða markhóp, markað skal stefna á, hvar er hann og hvernig nær fyrirtæki, með réttri markaðssetningu, árangri?
Hvað er bókhald, hvernig virkar það og hvað skal vita áður en farið er í gang? Hvaða hugbúnað eða form er best að nota?
Hvernig geri ég samninga, viðskiptaáætlun, kynningu og hvaða hlutir skipta máli í þeim efnum?
Hvar og hvernig stofna ég fyrirtæki, hvað kostar það og hvaða atriði þarf ég að hafa í huga?
Hvernig fer ég að því að selja vörur og þjónustur, hvernig set ég upp vefsíðu, FB síðu eða nýti mér nýjustu tækni við að sækja árangur?
Kennsla , Leiðsögn, stuðningur og afsláttur af vörum og þjónustu, sem lækkar stofnkostnað umtalsvert.
Verð: 29.900 kr Námskeiðið. Fyrsti kennsludagur er 4. apríl og 6. apríl.