Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.
Date:December 03, 2014

Námskeið ” Fara í gang”

STOFNAÐU FYRIRTÆKI MEÐ V6 SPROTAHÚSI

V6 Sprotahús býður upp á frábært námskeið fyrir þá sem eru að hugleiða stofnun fyrirtækja. Námskeiðið tekur mið af forsendum þeirra sem hafa aldrei áður farið í gang með eigin verkefni, eða stofnað fyrirtæki. Markmið námskeiðs er þríþætt. A. Gera þér kleift að taka réttar ákvarðarnir. B. Benda á hvar leita megi upplýsinga til að því að auka líkur á árangri. C. Benda á þau atriði sem ber að hafa í huga, ber að varast og þau atriði sem skapa árangur þegar stofna á fyrirtæki.

 1. Kennsla í 2 stundir – einu sinni í viku.4 skipti. Frá 17.00 – 19.00. HÆgt að velja um tvo kennsludaga, þriðjudag eða fimmtudag. Kennt í Mosfellsbæ. Aðeins 10 nemendur í hverjum hóp. Fólk utan af landi ætti að geta mætt.
 2. Fókus á mikilvæg atriði við þróun viðskiptamódels og spurningum svarað hvað eigi að gera til að komast áfram.
 3. Nemendur skrifa grunn að viðskiptaáætlun, gera kynningu á verkefni, söluplön og klára styrkumsókn.
 4. Nemendur hafa aðgang að kennara milli kennslu í gegnum síma, sameiginlegt skjal á netinu og netpósti.
 5. Nemendur vita hvernig prófa á möguleika viðskiptahugmyndar og hvert eigi að leita til að afla þekkingar og stuðnings.
 6. Nemendur að loknu námskeiði eru búnir að fá svör við eftirfarandi spurningum :
 • Hver er ég og hvað get ég gert sem stofnandi og eigandi að eigin fyrirtæki til að auka lýkur á árangri?
 • Hver er viðskiptahugmynd mín og hver er helsti styrkur hugmyndar og hvaða útgáfa er best af hugmyndinni ?
 • Hvaða markhóp, markað skal stefna á, hvar er hann og hvernig nær fyrirtæki, með réttri markaðssetningu, árangri?
 • Hvað er bókhald, hvernig virkar það og hvað skal vita áður en farið er í gang? Hvaða hugbúnað eða form er best að nota?
 • Hvernig geri ég samninga, viðskiptaáætlun, kynningu og hvaða hlutir skipta máli í þeim efnum?
 • Hvar og hvernig stofna ég fyrirtæki, hvað kostar það og hvaða atriði þarf ég að hafa í huga?
 • Hvernig fer ég að því að selja vörur og þjónustur, hvernig set ég upp vefsíðu, FB síðu eða nýti mér nýjustu tækni við að sækja árangur?

Kennsla , Leiðsögn, stuðningur og afsláttur af vörum og þjónustu, sem lækkar stofnkostnað umtalsvert.

Verð: 29.900 kr Námskeiðið. Fyrsti kennsludagur er 4. apríl og 6. apríl.

Skráðu þig hér – TAKMARKAÐ Sætaframboð.