Handleiðsla er góð leið til auka líkur á árangri.Meginmarkmiðið er að hafa einhvern á hliðarlínuni, sem hefur reynslu og þekkingu og sambönd, og veitir hreinskilin svör og skýra leiðsögn. Hægt er að flýta ferlinu í átt að árangri með því að fá að vita strax í upphafi að hverju á að leita, hvaða kröfur á að gera, hvernig leiðir eru bestar og hvaða aðilar hjálpa eða kunna það sem þörf er á. Einnig er gott að geta spurt spurninga og velt upp hugmyndum og verkefnum og tekið ákvörðun eftir að hafa séð fleiri vinkla á verkefninu áður en ákvörðun er tekinn. Gott er einnig að hafa einhvern sem ýtir á að verkefnum sé fylgt eftir og að svör fáirst við mikilvægum spurningum áður en lengra er haldið.