Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Hvert ertu að fara? – Þarftu landakort?

Flestir sem ætla að ferðast á nýjar slóðir, hafa þann vanann á að leggjast yfir landakort af því svæði sem á að fara til. Sumir hverjir fara jafnvel og útvega sér bækur sem fjalla um viðkomandi svæði, hvað beri að varast og hvað beri að sjá og hvað sé gott að vita af, til að skoða og upplifa. Allt þetta hefur þann tilgang að gera ferðalagið ríkara af upplifun, árangursríkara og koma í veg fyrir slys og óhöpp m.a. að týnast J.

Því er eins farið með það þegar fólk ákveður að stofna fyrirtæki.  Þeir sem ekki hafa stofnað fyrirtæki áður, hafa ekki ferðast um það landsvæði sem á að ferðast á. Þeir sem hafa stofnað fyrirtæki áður, og eru að stofna nýtt af öðrum toga, hafa jafnvel ekki stigið niður á þeim slóðum sem þessi nýja tegund fyrirtækis krefst. Það er tvennt sem gott er að hafa í huga í þessu samhengi.  Hið fyrsta er sú staðreynd að við stofnun fyrirtækis er engan veginn hægt að vita allt. Það er alþekkt staðreynd og allir, sem það hafa reynt, vitna um það að hafa rekist á veggi og þurft að kljúfa ýmsa erfiðleika sem þeir ekki gerðu ráð fyrir. Þannig verður ferðalagið, sem tengist stofnun fyrirtækis, ávallt bundið ákveðnum skammti af óvissu og erfiðleikum. Hinn hluturinn, sem gott er að hafa í huga, er að ef það er ljóst strax í upphafi, að nóg eigi eftir að vera af hindrunum og óvissu í ferðalaginu, hvort ekki sé þá einmitt sniðugt að leggjast yfir það sem vitað er um ferðalagið áður en farið er af stað? Því má líkja við að þú hafir landakort yfir svæðið og leiðarlýsingu, en engar myndir eða upplýsingar úr bók frá staðháttum eða menningu. Hinsvegar býðs þér að hitta einn sem búið hefur á svæðinu. Hann getur sagt þér ýmislegt, leiðbeint þér og bent þér á rétta fólkið og réttu vinnubrögðin. Hann hefur kynnt sér allt sem tengist landinu og sögunni og fleira. Þú átt þess jafnvel kost að geta hringt í viðkomandi og forvitnast nánar, þegar á staðinn er komið, eða sent netpóst ef þú hefur nánari spurningar.  Þannig virkar V6 Sprotahús. Ráðgjöf og þjónusta við hendina þegar stofna á fyrirtæki. Kynntu þér málið.