Fjölgum vel reknum sprotafyrirtækjum á Íslandi.

Hver er munurinn á trésmíðafyrirtæki A og B? (7)

Áður birt á Frumkvodull.com – Wednesday, 06 February 2008 Það má ætlað með lestri á skrifum mínum hér á þessu bloggi að ég hafi tilhneigingu til að setja orðið og persónuna sem passar inn í orðið “frumkvöðull” á einhvern háan hest. Að ég líti svo á að frumkvöðull sé einstaklingur sem hafi yfirburði á einhverjum sviðum sem aðrir hafi ekki. Svarið við þessu er kannski ekki eins einfalt og halda mætti. Svarið er í raun tvíþætt. Á einn veginn er það staðreynd að margir af þeim ofurfrumkvöðlum síðari tíma hafa flest allir (þó ekki alveg allir) haft yfir sér ákveðin einkenni sem hægt er að segja að sameini þá. Þeir falla semsagt inn í ákveðinn ramma ákveðinnar skilgreiningar. Nokkrir standa þó út úr og af því er hægt að setja fram máltækið að öllum reglum fylgja nokkrar undantekningar og að undantekningarnar sanni regluna. Hitt svarið við spurningunni er á sama hátt og í fyrri skrifum þá hef ég haldið því fram að allir geti sungið, þá sé það sama með að vera frumkvöðull, það geta allir einnig……..ef að sá/sú hin sami/a ætlar sér að ná árangri á einhverjum sviðum.Ég vil semsagt meina að það þurfi ekki yfirburði heldur bara vita hvað beri að gera og gera það rétt. Og þar kemur að grundvallarástæðunni fyrir þessum námskeiðum sem ég er að bjóða upp á. Ég vil meina það að hver sá sem hefur hug á að fara út í sjálfstætt eða hefur áhuga á að koma hugmyndum sínum lengra en að lofa þeim að reika milli heilahvelanna, getur náð árangri…ef rétt er á málum haldið. Og þá getum við snúið okkur að spurningunni sem er í fyrirsögninni hvort einhver munur sé á trésmíðafyrirtæki A og B? Svarið er að ég tel svo geti verið. Annað fyrirtækið er stofnað af trésmíðameistara og lærling og þeir ákveða að gefa sig út fyrir að vera í öllum almennum trésmíðum. Þeir auglýsa sig og bjóða í verk og mæta til vinnu frá 8 til 6 og vinna stundum yfirvinnu. Fyriræki B er byggt upp á annan hátt. Það fyrirtæki samanstendur af trésmíðameistara sem hefur langan feril að baki í vinnu tengda bílageiranum og svo eru einnig eigendur að fyrirtækinu sem hafa reynslu úr bílaiðngreinum og svo gamall heildsali sem unnið hefur við að selja hluti til byggingariðnaðarins. Hugmyndin á bak við fyrirtækið er einföld og skýr. Að sérhæfa sig í smíði hágæða, umhverfisvæna, bílvæna og fjölskylduvæna bílskúra. Að bjóða upp á ákveðinn flokka af bílskúrum og hafa til reiðu 4 týpur af bílskúrsteikningum sem þeir vinna eftir. Að gefa viðskiptavini verð innan sólahrings og að klára verk innan mánaðar frá upphafstímapunkti. Hugmyndin er að bjóða upp á einfalda en hágæða lausn á sanngjörnu (töluvert þó dýru) verði sem svarar kalli markaðarins um “dótakassa” landans og umframeign á dýrum lúxusbílum. Skúrinn er hægt að stilla í ákveðnu hitastigi, hægt er að hlaða rafmagnsbíl í skúrnum, hægt er að þvo bílinn o.s.frv. Ok, hver er svo munurinn á A og B? Ég held að það þurfi ekki að ræða það frekar…er það? Dæmið er auðvitað uppspunnið frá rótum af mér sjálfum en dæmið sýnir m.a. hvað ég mun ræða um á námskeiðinu og þín hugmynd er í engu öðruvísi en þessi….nema kannski er hún ögn betri? Skráðu þig á námskeiðið og ræðum það ögn nánar Smile.

Geta allir verið frumkvöðlar? (6)

Áður birt á Frumkvodull.com – Tuesday, 05 February 2008

Það eru margir sem hafa þá trú að þeir séu vita laglausir. Þeir telja að, hvað sem tauti og rauli, þá sé algjörlega útilokað að þeir komi nokkurn tímann að syngja einn einstakan lagbút sem hljómi rétt og sé eins og lagbúturinn eigi að hljóma. Ég vil svara þessu til að allir geti sungið, þetta sé bara spurning um hvort fólk leggi sig fram um að reyna að æfa sig, fái réttar leiðbeiningar eða fái tækifæri til að læra á hvern hátt réttum tóni er náð. Ég get alveg samþykkt að ekki eru allir eins og fólk syngur misvel og hæfileikum fólks er misskipt. En það hefur lítið með það að gera hvort fólk geti sungið eður ei. Sumir syngja frábærlega og verða atvinnusöngvarar, aðrir syngja vel og geta sungið fyrir aðra þegar vel liggur við, og svo eru allir hinir sem geta sungið, og geta notið þess að syngja í góðra vina hóp. EN þeir geta sungið, og það skammlaust, bara spurning um tíma, æfingu og réttu leiðbeininguna. Það sama er hægt að segja um þá spurningu hvort ekki allir geti verið frumkvöðlar. Ég hef þá skoðun að allir geti verið það, bara spurning um hvort fólk gefi sér tíma, æfi sig og fái rétta handleiðslu og leiðbeiningu. Fólk þarf ekki að vera yfirmáta skapandi til að vera frumkvöðull og það þarf ekki að vera með algerlega glænýja lausn á takteininum til að geta orðið árangursríkt í því verkefni sem því langar mest til að sinna. Aðalatriðið er að hafa réttan fókus, rétta sýn og hæfileikann til að gera sér grein fyrir eigin hæfileikum og getu. Það er líka hægt að vera frumkvöðull á mismunandi hátt. Þú getur verið partur af hóp sem saman stendur af því að koma ákveðnu verkefni á koppinn. Þú getur verið með ákveðna sýn á ákveðnu málefni og fengið í lið með þér aðra sem gætu lagt eitthvað til málanna, þannig að verkefnið verði að veruleika. Þú gætir líka einfaldlega fengið góða hugmynd (allir geta fengið hana) og ákveðið að koma hugmyndinni í verk og jafnvel verð. En eitt er það atriði sem skiptir miklu í að vera frumkvöðull. Sá sem kemur verkefni af stað og ætlar sér að koma því lengra en að vera bara hugarfóstur upphafsmanns verður að þekkja verkefnið, eða umhverfið sem verkefnið á að vera í, mjög vel. Sá eða sú hin sama verður að hafa yfirburðarþekkingu á því sviði sem um ræðir og vita meiri en flestir aðrir. Með því að hafa yfirburðarþekkingu og nýta hana rétt (en það verður m.a. kennt á námskeiðinu) og nýta sér þá aðferðarfræði sem m.a. er kennt á námskeiðinu þá er möguleiki á að verkefnið getið orðið að veruleika og það geti skapað þér sem upphafsmanni meiri gleði og jafnvel talsvert meiri tekjur en þig jafnvel órar fyrir.

Internet markaðssetning !!

Fyrir þá sem hafa hugleitt markaðssetningu á netinu en hafa ekki enn hafist handa að neinu marki þá getur þetta verið frumskógur. Gott er að byrja á því að skilgreina hvert sé markmið með markaðssetningunni og í hverja á að ná. Til dæmis væri óráðlegt að stunda netmarkaðssetningu ef markhópurinn væri yfir 60 ára aldri, þar sem sá hópur notar netið minnst og kann minnst á það hlutfallslega. Ekki nema að skyldmenni þeirra sem eru 60 ára séu hin raunverulegi markhópur og kaupendur að þeirri vöru og þjónustu sem í boði er. Til að einfalda valkostina sem teljast vera líklegustu valskostir fyrir flesta má skipta netmarkaðssetningu í c.a 4 flokka. Fyrst má nefna auglýsingar til hliðar á FB, en þar er hægt að velja hversu miklum pening þú verð í auglýsingar, í hverja á FB á að ná bæði eftir aldri og staðsetningu og hvort þú borgar fyrir það þegar fólk velur að ýta á auglýsinguna, eða velur hversu oft auglýsinginn sést á síðum þíns markhóps. Annar valkostur er svo að borga fyrir “PROMOTING” eða að ýta auglysingu þinni, eða póst af FB fyrirtækjasíðu (þú verður þá að vera með slíka síðu) að þínum markhóp og kemur þá auglýsinginn inn á vegg þeirra sem líka við póstinn og þannig sjást hjá vinum þess. Þriðja er að auglýsa í gegnum t.d google en þá ertu að greiða fyrir að augýsingin þín komi í tengslum við ákveðin leitarorð og ákveðin markhóp t.d til allra sem búa á Íslandi. Fjórða er svo að borga fjölmiðli eða heimasíðu fyrir að hafa þína auglýsingu uppi, svo sem á Visi, DV, Eyjunni eða MBL svo fátt eitt sé nefnt. Verð á slíkum auglýsingum fer eftir fjölda heimsókna á síðuna hverju sinni…….og er eins misjanft og síðurnar eru margar. Svo eru fleiri valkostir til sem ég vel að nefna ekki í þessu samhengi núna. Setjið ykkur í gírinn og nýtið þennan valmöguleika, hann gæti verið fyrir ykkar fyrirtæki !!!

Nýjskapandi nýja hugmyndin

Þegar verið er að vinna í nýju viðskiptahugmyndinni er mikilvægt að hafa augun á mikilvægi þess að vera nýskapandi og að leysa raunverulega þörf á markaði. Ekki er nóg að stofna bara fyrirtæki og fara í gang. Mikilvægt er t.d að hafa sérstöðu umfram aðra á markaði, en það gerir t.d það auðveldara að ná athygli nýrra viðskiptavina. Góð leið er líka að prófa hugmyndina, lausnina, þjónustuna á raunverulegum og líklegum viðskiptavinum. Þannig má komast að ýmsu um líkur hugmyndarinnar í framtíðinni. Það kallast á fræðamáli að gera minnstu mögulegu útgáfu eða “LEAN” útgáfu af hugmyndinni.

Hér er góður póstur http://www.theinnovatorsjourney.com/2012/01/16/diary-of-a-lean-start-up-nothing-new-under-the-sun/

Að setja sér markmið er mikilvægt !!

Að setja sér markmið og takmörk til að ná innan ákveðins tímaramma er skynsamleg leið til að ýta á eftir því að hlutirnir gerist. Til að setja sér markmið og takmörk, þá er ekki nóg að hugsa það, heldur verður þú að skrifa niður á blað (helst með penna) þannig að tilfiningin verði sönn og um leið skerpir þú á þeim fókus sem þú þarft að hafa til að ná markmiðum þínum. Enn betra væri að setja markmiðinn upp á blað í stóru formati, jafnvel fallega settu upp og hengja það svo upp á töflu, eða ískápinn heima, eða vegginn fyrir framan skrifborðið. Þannig lætur þú markmiðin minna á sig og gera þau skýrari og eftirsóknarverðari að ná. Þannig eru einnig minni líkur á að þú gleymir þeim.

AÐ nýta fólkið í sínu umhverfi !

Fólkið í þínu umhverfi er mikilvæg auðind sem gæti komið að notum þegar mest liggur við. Þú átt að kanna hvort einhver úr þínu umhverfi getur aðstoðað þig tímabundið því þannig eykur þú líkur á að þú náir takmörkum þínum og þeim árangri sem þú stefnir að. Rétta leiðin til að gera þetta er að A. Útskýra mál þitt vel og að halda fólki upplýstu um það sem þú þarft á að halda. B. Bera virðingu fyrir þeirra tíma og vinnuframlagi og sýna þeim að þú kunnir að meta það. C. Bjóða þeim þakklætisvott eða borgun eða sýna þeim að þeir muni geta átt inni hjálp á móti þegar þörf er á. Þú getur ekki gert allt ein/n og þú nærð frekar árangri með hjálp margra.